Meira um strætó

Það er ekkert grín að lenda í óhappi í stætisvagni. Fyrir það fyrsta sjá vagnstjórarnir ekkert hvað er í gangi fyrir aftan þá því að þeir eru svo uppteknir af því að ná yfir á næsta ´græna ljósi, þú ert aukaatriði þú ert bara kerling sem datt af því að vagnstjórinn var að flýta sér, hann verður jú að halda áætlun. Svo er að ná sambandi við hann, það er að segja ef þú þorir að standa upp og feta þig til hans. Þá tekur ekki betra við hann getur ekki gert neitt í málinu því að hann verður að halda áætlun svo að þú situr þarna eins og klessa með þinn heilahristing og æluna uppi í koki og svo þegar þú treystir þér til lætur þú einhvern sækja þig og koma þér á slysó, í mínu tilfelli sat ég í vagninum í rúman klukkutíma áður en ég hafði rænu á að koma mér í samband við einhvern með viti, og á meðan hélt bílstjórinn á leið 11 vagni númer 58 bara sinni áætlun og tékkaði ekki einu sinni á því hvort ég væri lífs eða liðin. Ætli sé ekki erfitt að vera strætóbílstjóri sem er svo óhamingjusamur að allt hans líf snýst bara um að halda áætlun????

Allt á fullu

Nú er nóg að gera í kokkaríinu á Snorrabrautinni, Elísabet liggur veikCrying Gulli í Tyrklandi að spilaWhistling bridge og ég ein í veseninu. Gústi kemur og vaskar uppW00t svo að þar er smá aðstoð, Karlarnir eru eins og englarHalo og finnst ég eiga rosalega bágt að vera í þessu út í eitt. BarnabarniðCool er farið til Rússlands í skólann svo að það er búið að pakka ollu auka dóti niður í geymslu og verður þar uns hún kemur aftur heim, svona verður það næstu fjögur árin.  

Strætó

Nú eru þeir alveg búnir á því hjá strætó, vefurinn þeirra er handónýtur. Þurfti að komast úr Hólunum í Hlíðarnar og gamla góða leitarstikan þeirra var horfin og eitthvað kortakerfi komið í staðinn. Gamlar kerlingar eins og ég sem lærðu á strætó þegar stoppistöðvarnar báru nöfn eins og sogahlíð , Múli, Sunnutorg og ýmislegt álíka og hafa verið bíl-istar í áratugi eru alveg lens í málinu núna.

Sældarlíf

Þar sem ég í grasekkjustandinu lét mér hálfleiðast(!!!!!) þá dreif ég mig austur í Vaðnes til vina minna, Emmu og Alberts í tvo sólahringa og naut þar góðs veðurs og viðurværis. Þetta er algjör paradís. Skruppum að skoða umhverfi dauðra biskupa í Skálholti og fengum smá túrista fílingu þar og á Selfossi seinna um daginn lágum í pottinum þangað við vorum eins og vel útvatnaðir saltkjötsbitar og borðuðum æðislegan grillmat. Svo fengum við vinkonurnar okkur í tána eitt kvöldið. Sideways

til hamingju með daginn

Til hamingju með daginn allir vinir mínir gengnir og gangandi. Þið sem eruð farnir hefðuð gengið gleðigönguna með söng í hjarta, það hefði verið yndislegt að ganga ykkur við hlið en nú hef ég ykkur með mér í huganum og hugsa um allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Heart

Týnd

Var sofnuð í kvöld þegar síminn hringdi."Amma sagði stúlka mjóróma og skelfd, ég er einhversstaðar villt í Grafarvogi og ætla á Laugarvatn." Og amma fór af stað og rataði eftir kennileitum á réttan stað lóðsaði barnabarnið uppfyrir Norðlingaholt svo að hún kæmist á leiðarenda. Því að í sveitinni er auðveldara að rata. svo að nú er bara að koma sér í ró aftur svo að hægt sé að nota frídagana tvo sem eru framundan vel.Cool


Kyrrð og ró

Kyrrð og ró fallin á. Whistling

Allir vestur

Gústi Elli og Rósa fara til Aðalvíkur á þriðjudag, og verða þar í viku. Fasta púnkturinn verður á Ysta-Bæ á Sæbóli ættarsetri fjölskyldunnar hans Gústa, vonansi viðrar vel á þau svo að þau komist í veiði göngur og fleira sport.

Karlarnir mínir

Að elda eitthvað gott handa körlunum mínum er æðislegt, þeir eru svo þakklátir og ljúfir. Í dag fengu þeir rjómatertu í eftirmat, í tilefni dagsins. Tilbreyting er nauðsynleg í lífinu


Kíló og sól

´Nú eru fleiri kíló farin, heimilisfólkið að léttast, 26+28=54. Gústi fer að komast í fermingarfötin aftur. Ég er búin að farga mínum fyrir mörgum kílóum síðan svo að það verður ekki mitt markmið að komast aftur í þau. Cool Það er komið sumar og sól, allir að slá blettinn í Safamýrinni, þetta flokkast undir heilmikla sumargleði.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband