Meira um strætó

Það er ekkert grín að lenda í óhappi í stætisvagni. Fyrir það fyrsta sjá vagnstjórarnir ekkert hvað er í gangi fyrir aftan þá því að þeir eru svo uppteknir af því að ná yfir á næsta ´græna ljósi, þú ert aukaatriði þú ert bara kerling sem datt af því að vagnstjórinn var að flýta sér, hann verður jú að halda áætlun. Svo er að ná sambandi við hann, það er að segja ef þú þorir að standa upp og feta þig til hans. Þá tekur ekki betra við hann getur ekki gert neitt í málinu því að hann verður að halda áætlun svo að þú situr þarna eins og klessa með þinn heilahristing og æluna uppi í koki og svo þegar þú treystir þér til lætur þú einhvern sækja þig og koma þér á slysó, í mínu tilfelli sat ég í vagninum í rúman klukkutíma áður en ég hafði rænu á að koma mér í samband við einhvern með viti, og á meðan hélt bílstjórinn á leið 11 vagni númer 58 bara sinni áætlun og tékkaði ekki einu sinni á því hvort ég væri lífs eða liðin. Ætli sé ekki erfitt að vera strætóbílstjóri sem er svo óhamingjusamur að allt hans líf snýst bara um að halda áætlun????

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband